08.05.1926
Neðri deild: 74. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (715)

7. mál, fræðsla barna

Forseti (BSv):

Jeg mundi ekki hafa haft neitt á móti því að taka málið út af dagskrá, ef það hefði ekki sætt andmælum bæði frá hæstv. stjórn og háttv. mentmn.

Nú er orðið allmjög áliðið þingtímans og viðsjárvert að tefja mál að nauðsynjalausu, og þar sem hjer er aðeins um smáatriði að ræða, get jeg ekki orðið við ósk háttv. þm.