08.05.1926
Neðri deild: 74. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1130 í B-deild Alþingistíðinda. (720)

7. mál, fræðsla barna

Halldór Stefánsson:

Jeg ætla ekki að fara að halda uppi deilu um þetta. Jeg vil aðeins benda á það, að það, sem þessir 2 hv. þm., sem síðast töluðu, telja nú svo merkilegt mál, hafa þeir áður haldið fram að væri ekki nema smávægileg breyting, enda eigum við ekki við neitt lagaleysi að búa, þótt frv. gangi ekki fram nú. Gagnvart því, að eðlilegt sje, að konur taki þátt í uppeldismálum, þá neita jeg því ekki, en vil benda á það, að þótt þeim sje ekki gert það að skyldu, þá hafa þær óskertan rjett til þess, ef þær óska eftir því.