27.02.1926
Efri deild: 15. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1163 í B-deild Alþingistíðinda. (755)

16. mál, kosningar í málum sveita og kaupstaða

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg leyfi mjer að þakka hv. allshn. fyrir góða afgreiðslu þessa máls. Og þar sem búið er að gera grein fyrir till. hv. nefndar, og jeg hefi líka átt tal um þær við hana áður, þá sje jeg ekki ástæðu til þess að ræða um þær frekar, enda hefi jeg gengið inn á þær flestar við hv. nefnd. Þó vil jeg minnast hjer á tvær till. hennar, ekki af því, að jeg sje þeim sjerstaklega mótfallinn, heldur til skýringar. Það er þá fyrst 2. brtt. nefndarinnar, að í stað „sýslunefndar“ komi: oddvita sýslunefndar. Í frv. var raunar gengið út frá því, að sýslumaður úrskurðaði sjálfur til bráðabirgða, en fengi samþykki sýslunefndar á eftir. Jeg get því felt mig við þá breytingu.

Hitt atriðið er þetta, að konum skuli vera óheimilt að skorast undan kosningu í sveitar- og bæjarstjórn. Mjer finst rjett að lofa konum að hafa þessi rjettindi áfram, að mega skorast undan slíku. Þó tel jeg til bóta, að giftum konum skuli vera heimilt áfram að nota þennan rjett. Annars eiga konur fulltrúa hjer í deildinni, og skal jeg í þessu atriði beygja mig fyrir því, sem hann leggur til, þó jeg teldi rjettast að lofa konum að halda þessum rjettindum áfram. Það er alls ekki nauðsynlegt, að rjettindi og skyldur fylgist að í þessu atriði.