27.02.1926
Efri deild: 15. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1164 í B-deild Alþingistíðinda. (756)

16. mál, kosningar í málum sveita og kaupstaða

Ingibjörg H. Bjarnason:

Jeg lít svo á, að þótt það kunni að hafa komið fyrir, að konur hafi skorast undan kosningu í bæjar- og sveitarstjórnir, þá sje engin nauðsyn að ákveða þann rjett með lögum. Jeg hefi heyrt margar konur tala um það sem óþarfa hlífni, enda finst mjer sanngjarnt, að sömu rjettindum fylgi sömu skyldur. Og þó það geti komið fyrir, að konur skorist undan slíkum kosningum af heimilisástæðum, þá eru slíkt lögmæt forföll, og þarf ekki að styðja þau með sjerstökum lagaákvæðum.