27.02.1926
Efri deild: 15. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1168 í B-deild Alþingistíðinda. (763)

16. mál, kosningar í málum sveita og kaupstaða

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Jeg ætla aðeins að segja fáein orð út af athugasemdum hv. 1. þm. Eyf. (EÁ). 1. brtt. okkar hneykslaði hann. Hann sagði, að vel gæti farið svo, þegar kosið væri í hreppsnefnd, að kona yrði fyrir kosningu. Nú væri hún ekki viðstödd og gæti því ekki neytt rjettar síns. Hvað meinar hv. þm.? Getur þetta sama ekki líka komið fyrir karlmenn? Annars er jeg í engum vafa um það, að ef hreppsbúum er kunnugt um, að einhver kona eigi sjerstaklega erfitt með að taka við kosningu, er sú hin sama að líkum ekki kosin. Sje kona þó kosin, sem ekki gæti sint starfinu, getur hún fengið sig leysta frá því á sama hátt og karlmaður, sem eins stendur á með, og yrði þá kosið í staðinn fyrir hana aftur.