02.03.1926
Efri deild: 17. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1170 í B-deild Alþingistíðinda. (765)

16. mál, kosningar í málum sveita og kaupstaða

Halldór Steinsson:

Jeg á hjer eina brtt. við 3. gr. frv. Tilefni hennar var, að þessi grein var mjög gölluð í frumvarpi stjórnarinnar. Þar stendur, að hverjum karlmanni sje skylt að taka við kosningu. en konur eru ekki nefndar í því sambandi. Til þess nú að ráða bót á þessum galla greinarinnar, flutti jeg brtt. þess efnis, að öllum konum væri jafnskylt sem körlum að taka við kosningu. En nú hefir hv. 4. landsk. (IHB) komið fram með brtt. við áður nefnda grein, alveg sama efnis. Út af því vil jeg taka það fram, að það var fjarri mjer að vilja fara í kapphlaup við fulltrúa kvenna í þessu efni, sem sjest best á því, að mín tillaga er á þskj. 68, en hennar á þskj. 76. Og því til frekari sönnunar tek jeg till. mína hjer með aftur, þó að hún eftir þingsköpum ætti að berast fyrri upp.