29.03.1926
Neðri deild: 43. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 333 í B-deild Alþingistíðinda. (84)

1. mál, fjárlög 1927

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg vil aðeins leiðrjetta missögn hv. 1. þm. Árn. (MT), að jeg hafi sagt nokkuð um það eða stutt á það, að bankaútibúið á Selfossi hafi tapað. Jeg hefi ekkert sagt um það, og standa því ummæli hv. þm. á hans eiginn reikning. En jeg hefi sagt það, eins og aðrir, að plássið kringum útibúið hafi sokkið í skuldir án þess að nokkur mannvirki eða fjármunir væru sjáanlegir fyrir þessum skuldum. Annars ætla jeg ekki að gera gengismálið eða járnbrautarmálið að umræðuefni nú; bæði þessi mál eru til meðferðar í þinginu, og fæ jeg væntanlega tækifæri síðar til þess að láta álit mitt í ljós um þau.