10.05.1926
Efri deild: 71. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í B-deild Alþingistíðinda. (849)

126. mál, verðtollur

Fjármálaráðherra (JÞ):

Jeg get ekki sagt, að jeg sje óánægður með till. nefndarinnar í þessu máli. Jeg hefi þó ekki trú á, að álitið verði rjett á næstu þingum að afnema verðtoll.

Verðtollslögin hafa reynst vel; þó annmarkar sjeu að sumu leyti meiri á þeim en vörutollslögum, hafa þau þann mikla kost, að verðtollur kemur rjettlátar niður á vörutegundirnar. Ógerningur að ná sömu upphæð með þyngdartolli, eigi hann að koma rjettlátlega niður.

Verðtollurinn er í sjálfu sjer hærri á dýrari vörum, en þyngdartollurinn kemur of hart niður á verðminni vörum.

Þó mun jeg ekki gera að ágreiningsatriði, þó lögin skuli vera tímabundin. En að því rekur fyr eða síðar, að Alþingi verður að ganga svo frá tolllöggjöfinni, að ekki sje hún tímabundin, heldur gildi til frambúðar.

Jeg hefi afhent brtt. við 2. brtt. nefndarinnar, en hún er því miður ekki komin til útbýtingar enn, en jeg vona, að svo verði áður en til atkvgr. kemur. Fer hún fram á, að lögin gildi til 1. jan. 1929. Er hún miðuð við það, að ekki þurfi að taka málið til meðferðar á næsta þingi. Þá á að setja fjárlög fyrir árið 1928. En jeg býst við, að þá muni þykja nauðsynlegt að ná tekjum með verðtolli; verður þá ekki hjá því komist að hafa hann í lögum fyrir það fjárhagsár.