24.03.1926
Neðri deild: 39. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1262 í B-deild Alþingistíðinda. (866)

82. mál, hlunnindi handa nýjum banka

Fjármálaráðherra (JÞ):

Út af ummælum hv. þm. V.-Ísf. skal jeg geta þess, að jeg þóttist finna út úr ummælum bankanefndarinnar, að meiri hl. hennar teldi æskilegt, að hjer kæmist á stofn einkabanki sem fyrst. Það getur orðið nokkuð langt að bíða þess, að almenn bankalöggjöf komist hjer á. Því er farið fram á að veita nýjum banka svipuð rjettindi og Íslandsbanki hefir nú þann tíma, sem eftir er af leyfistíma Íslandsbanka.

Meðan Íslandsbanki heldur þeim sjerrjettindum, er hann hefir nú, munu engir treysta sjer til þess að leggja fje í nýjan banka, nema hann fái að njóta sömu rjettinda og Íslandsbanki, að undanskildri seðlaútgáfunni. Að loknum leyfistíma hans verða væntanlega öllum gerð sömu kjör og kostir.