24.03.1926
Neðri deild: 39. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1263 í B-deild Alþingistíðinda. (868)

82. mál, hlunnindi handa nýjum banka

ÁsgeirÁsgeirsson:

Jeg skal geta þess, vegna ummæla hæstv. fjrh., að bankanefndin gerði ráð fyrir, að ekki þyrfti að bíða nema eitt ár eftir nýrri bankalöggjöf, og það lá á bak við yfirlýsingu hennar um nýja banka, sem starfi undir verndarvæng almennrar bankalöggjafar. En ef málið kynni að lenda í deilum og drætti, væri ekki fjarri að láta bankaþörfina reka á eftir, að slíkt frv. um almenna bankalöggjöf kæmist fram á næsta þingi.