17.03.1926
Neðri deild: 33. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1334 í B-deild Alþingistíðinda. (921)

74. mál, afnám gengisviðauka á vörutolli

Frsm. (Klemens Jónsson):

Jeg get fljótlega svarað fyrirspurnum háttv. 2. þm. Reykv.

Hann hefði tæplega þurft að spyrja, því að jeg gat þess, að nefndin ætlaði ekki að taka neinar fastar ákvarðanir þessu viðvíkjandi, fyr en 2. umr. fjárlaganna væri búin hjer í deildinni, en það verður sennilega ekki fyr en um það bil, sent frv. þetta á að ganga í gildi.

Þá mæltist hann til, að athugun þessara mála væri hraðað, því að hann taldi óviðfeldið að vera að peðra frumvörpum um þetta út smátt og smátt. En þetta hefir oft komið fyrir áður, og hjer býst jeg við, að koma þurfi að minsta kosti með tvö frv.

Þá spurðist hann ennfremur fyrir um það, hvort nefndin hefði athugað frv. hans viðvíkjandi þessu máli. Því var vísað til hennar fyrir helgina og lagt fram á fundi hennar síðastl. mánudag, og er því skamt frá liðið og varla viðbúið, að hún færi að athuga það frumvarp fyr en mörg önnur mál, sem lengur hafa legið hjá henni. Jeg geri nú annars, ekki ráð fyrir, að nefndin eyði miklum tíma til að athuga það, því að hún gengur aldrei inn á, að gengisaukinn verði með öllu feldur niður að þessu sinni. Annars geri jeg ráð fyrir, að þannig megi líta á, að nefndin hafi sýnt afstöðu sína til frv. þessa með frv. því, er hjer liggur fyrir og er til umræðu nú.