06.03.1926
Efri deild: 21. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1345 í B-deild Alþingistíðinda. (951)

38. mál, löggilding verslunarstaða

Atvinnumálaráðherra (MG):

Jeg veit varla, hvort það er nokkur ástæða til að ræða um þetta mál. Það hefir gengið nefndarlaust í gegnum hv. Nd., og vona jeg, að svo geti einnig orðið hjer. Það er orðið svo um þessar löggildingar verslunarstaða, að þingið er ekki vant að skifta sjer mikið af þeim, og það er vitaskuld svo, að ef þær eru óþarfar, þá verður ekki mikið gagn að þeim, en það er þó ekki ver farið en heima setið. Með þessum ummælum vil jeg þá mælast til, að frv. fái að ganga nefndarlaust í gegnum þessa hv. deild.