12.03.1926
Neðri deild: 29. fundur, 38. löggjafarþing.
Sjá dálk 1395 í B-deild Alþingistíðinda. (983)

55. mál, framlag til kæliskápakaupa o. fl.

Fjármálaráðherra (JÞ):

Mjer var sönn ánægja að heyra þessi orð frá háttv. 2. þm. Rang. (KlJ).

Hvað það snertir, að jeg hafi haft það rangt eftir hv. þm. Str., að hann hafi lofað því, að allur Framsóknarflokkurinn yrði með kæliskipsmálinu, þó tillaga þessi yrði sett inn í, skal jeg taka það fram, að jeg gat ekki betur heyrt. En hafi jeg misheyrt, vænti jeg, að hann leiðrjetti það sjálfur.