01.04.1927
Neðri deild: 44. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 847 í B-deild Alþingistíðinda. (1042)

21. mál, fjárlög 1928

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg ætla aðeins að segja nokkur orð til leiðrjettingar því, sem hv. frsm. (ÞórJ) sagði, að stjórnin vildi ekki veita fjvn. fylgi í því að afgreiða fjárlögin án tekjuhalla. Jeg hjelt þó, að jeg hefði tekið vel í það, enda er mjer óhætt að segja, að það er jafneinlæg ósk stjórnarinnar eins og hv. nefndar. Hitt, sem jeg sagði um líkurnar fyrir meiru fylgi við hækkunar en lækkunartillögur, ber fremur að skoða sem svartsýnisspádóm af minni hálfu en þannig, að stjórnin vilji draga úr sínum stuðningi við áform hv. fjvn. Jeg get að vísu ekki stutt hv. nefnd með mínu atkv. í þessari þingdeildinni, en jeg vildi segja þessi orð, til þess að enginn misskilningur ætti sjer stað um stefnu stjórnarinnar í þessu máli.