04.04.1927
Neðri deild: 46. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 957 í B-deild Alþingistíðinda. (1074)

21. mál, fjárlög 1928

Jörundur Brynjólfsson:

Hv. frsm. fjvn. (TrÞ) beindi þeirri ósk til mín út af XI. brtt. á þskj. 284, að jeg tæki hana aftur, þar sem Alþingi hefði samþykt í fyrra að greiða sjera Kjartani Helgasyni full laun úr prestlaunasjóði, þótt hann tæki við stjórn Suðurlandsskólans, og nefndin skoðaði það sem útkljáð mál, þingið væri búið að lýsa yfir vilja sínum um þetta efni. Fyrir mjer vakti, að það væri rjettara, að þetta ákvæði stæði í fjárlögum, en þar sem þetta mun vera rjettur skilningur hjá háttv. fjvn., og hinsvegar ekki víst, að skólinn taki til starfa á næsta ári, þá get jeg vel tekið till. aftur, því að tilgangur minn var ekki annar en sá, að tryggja sjera Kjartani Helgasyni þessi laun, þegar til þess kæmi, að hann tæki við stjórn skólans.