26.02.1927
Efri deild: 15. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í B-deild Alþingistíðinda. (111)

1. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Guðmundur Ólafsson):

Það er aðeins út af því, sem hv. 1. þm. Eyf. (EÁ) sagði um hækkun oddvitalauna. Jeg held jeg hafi skilið hann rjett, að hann áliti, að þessi hækkunartillaga frá nefndinni stafaði af því, að við byggjumst brátt við konum í oddvitastöður; þeim myndi veitast starfið svo erfitt, að ekki veitti af launabót. Eftir þessari skoðun hv. þm. býst jeg við, að hann vildi launa hæst ljelegum oddvitum, körlum eða konum. Hann myndi þá sennilega vera með því, að sæmilegir oddvitar fengju 4 kr. fyrir hvern tug hreppsbúa, en ljelegir oddvitar eitthvað hærra, svo sem 5 kr. En jeg kann ekki við að setja þetta svo fram á pappírnum. Og jeg vil halda því fram, að oddvitastörfin munu ekki verða lakar unnin, þótt konur gegni þeim, heldur en þau hafa verið nú hjá sumum karlmönnum.