03.05.1927
Efri deild: 64. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1475 í B-deild Alþingistíðinda. (1210)

21. mál, fjárlög 1928

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það eru aðeins örfá orð út af umræðum þeim, sem orðið hafa um fjárstyrk til markaðsleitar. Jeg sagði hjer í gærkvöldi, að jeg áliti, að fjvn. hefði ekki látið neitt í ljós um það, hvort hún ætlaðist til þess, að stjórnin notaði nokkuð af þessum styrk þegar á þessu ári til að leita nýrra markaða, og beindi fyrirspurn til nefndarinnar um það. Það er ekki venja að eyða fyrirfram slíkum fjárveitingum sem þessari, og út af því, sem fram kom við umr. í hv. Nd. um þetta atriði, vil jeg gjarnan fá að heyra undirtektirnar í þessari hv. deild líka. En jeg tel mig ekki enn hafa fengið umbeðið svar frá hv. f jvn.

Hv. 4. landsk. (MK) þarf ekki að ætla, að jeg hafi breytt neitt skoðun á málinu, þótt jeg skyti þessari fyrirspurn til nefndarinnar, þar sem form. hennar hefir undirstrikað það, að hún vilji láta stjórnina ráða því algerlega, hvernig þessu fje sje varið. Þetta talaði jeg ekki um í gærkvöldi, heldur spurðist jeg fyrir um það, hvort tilætlunin væri, að síldarmarkaðs væri leitað þegar á þessu ári. Að öðru leyti fór jeg ekki neitt út í málið.

Jeg þarf ekki að svara háttv. 4. landsk. (MK) út af beiðni Eggerts Stefánssonar. Jeg tók það svo í gær, að hann ætti við mig með sumum ummælum sínum, en nú hefir hann lýst yfir því, að svo hafi ekki verið, og má það þá mín vegna niður falla.