03.05.1927
Efri deild: 64. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1482 í B-deild Alþingistíðinda. (1215)

21. mál, fjárlög 1928

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vildi aðeins leyfa mjer að gera stutta athugasemd út af einu atriði í ræðu hv. 5. landsk. (JBald), þar sem hann talaði um, að það væri óviðeigandi og óverðskuldað að lækka styrkinn til Friðfinns Guðjónssonar.

Það, sem úrslitum rjeði um lækkunina, var alls ekki það, að nefndin áliti ekki, að leikarinn væri þessara 2500 kr. fyllilega maklegur, en nefndin mintist þess, að í fyrra var hjer í þessari hv. deild færður niður samskonar styrkur til frú Guðrúnar Indriðadóttur, og var því lækkunin nú gerð með tilliti til þess, en ekki af því, að nefndin liti svo á, að hann væri styrksins, eins og hann var, ekki maklegur. Nefndin viðurkennir fullkomlega leikarahæfileika hans og það, hversu oft hann hefir skemt mönnum með leik sínum.