04.03.1927
Neðri deild: 21. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 78 í B-deild Alþingistíðinda. (123)

1. mál, sveitarstjórnarlög

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Í þingbyrjun var lagt fyrir hv. Ed. frv. til sveitarstjórnarlaga, samkv. áskorun Alþingis 1925. Frv. þetta hefir nú gengið í gegnum hv. Ed. og tekið litlum breytingum.

Jeg þykist ekki þurfa að mæla mikið fyrir þessu frv. Aðeins skal jeg taka það fram, að vegna útsvarslaganna, sem sett voru í fyrra, þá er nauðsynlegt að samþykkja nú á þessu þingi lög í svipaða átt og frv. þetta. Legg jeg svo til, að frv. verði vísað til hv. allshn., þegar lokið er þessari umræðu.