06.05.1927
Efri deild: 67. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1529 í B-deild Alþingistíðinda. (1233)

21. mál, fjárlög 1928

Guðmundur Ólafsson:

Jeg var að blaða í fjárlagafrv. undir umræðunum og rakst þá á dálítið í 22. gr., sem fjvn. hefir skotist yfir, þegar hún gerði sínar brtt. Það er við 8. liðinn, um að veita Jóni Stefánssyni málara 10 þús. kr. lán til þess að reisa sjer vinnustofu. Við það er það að athuga, að þar er ekkert minst á vexti og því síður endurgreiðslu. Jeg hefi því komið með skriflega brtt. þess efnis, að aftan við liðinn bætist, að lánið ávaxtist með 6% og endurgreiðist með jöfnum afborgunum á 15 árum. Það hlýtur að vera af óaðgæslu, að þetta hefir komist svona inn hjá hv. Nd. Það hefir víst aldrei sjest fyr, að ekki hafi verið settir skilmálar um vexti og endurgreiðslu af viðlagasjóðslánum.