15.03.1927
Neðri deild: 30. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 79 í B-deild Alþingistíðinda. (127)

1. mál, sveitarstjórnarlög

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg skal leyfa mjer að þakka nefndinni fyrir góða afgreiðslu þessa máls. Jeg er alveg samþykkur þeim skilningi á 3. gr., sem kemur fram í nál. Get jeg sagt það með vissu, hreppum mun ekki verða skift eða gerð nein breyting á skipun þeirra nema með samþykki hlutaðeigandi hreppsnefnda. Það hefir komið fyrir, að hreppar hafa verið sammála um skiftingu, en ekki um einstök atriði skiftingarinnar, og hafa því lagt ágreining um það á vald stjórnarráðsins. En það kalla jeg að hafi verið samkomulag um skiftingu.

Sama gildir og um breytingar á hreppamörkum, sem reyndar hafa sjaldan komið fyrir. Jeg veit um eitt tilfelli, og þá var auðvitað farið eftir tillögum hlutaðeigandi hreppa.