10.05.1927
Efri deild: 70. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1811 í B-deild Alþingistíðinda. (1352)

6. mál, fátækralög

Ingvar Pálmason:

Út af ummælum hæstv. atvrh. (MG) vildi jeg aðeins benda á það, að í 3. málsgr. 43. gr. er ákvæði um, að fyrst eftir 2 ár frá því, að sveitarstyrkur er þeginn, megi sveitarstjórn gefa hann eftir. — Ef ákveðið er í upphafi, að styrkur skuli endurkræfur, er ekki hægt að breyta því fyr en eftir 2 ár, samkvæmt þessu ákvæði.