01.04.1927
Neðri deild: 44. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (1411)

115. mál, bankavaxtabréf

Forsrh. Og fjrh. (Jón Þorláksson):

Háttv. þm. Str. (TrÞ) beindi þeirri spurningu til mín, hvort jeg mundi vilja fylgja þeirri miðlunartillögu, að þetta næði aðeins til lána úr ræktunarsjóði. Jeg get svarað honum því, að jeg mundi manna síðastur verða til þess að lofa því fyrirfram að vera með till. frá honum. Jeg stend við það, sem jeg hefi sagt, að jeg skal fúslega taka til athugunar á sínum tíma, ef það þá kemur til minna kasta, hvort hægt verði að ráðstafa gengisgróða þeim, sem ríkissjóður kann að fá af veðdeildar- og ræktunarsjóðslánum, þannig, að það komi fasteignalántakendum til góða, en renni ekki beint í ríkissjóð. Meiru lofa jeg ekki.