17.05.1927
Neðri deild: 78. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1921 í B-deild Alþingistíðinda. (1432)

134. mál, seðlainndráttur Íslandsbanka

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Í lok síðasta þings var samþykt samhljóða ályktun og hjer liggur fyrir viðvíkjandi inndrætti Íslandsbanka á seðlum sínum 1926. Jeg get alveg vísað til þeirra ástæðna, sem þá voru bornar fram, með þeirri viðbót, að ástandið hefir síst færst í það horf þetta ár, að minni þörf sje þessarar undanþágu en þá var. Jeg skal geta þess, að mjer er það kunnugt, að stjórn Landsbankans er því samdóma, að rjett sje og óhjákvæmilegt að veita þessa undanþágu fyrir yfirstandandi ár.