17.05.1927
Neðri deild: 78. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1925 í B-deild Alþingistíðinda. (1438)

134. mál, seðlainndráttur Íslandsbanka

Halldór Stefánsson:

Hæstv. forsrh. vjekst undan að svara fyrirspurn minni, en vísaði til þess, sem hann hefði sagt áður, að bankaráðið yrði komið á laggir á næsta þingi til að gera tillögur um þetta mál. En það breytir ekki mikið ástæðunum. Jeg veit ekki betur en Landsbankastjórnin sje fullskipuð eftir núgildandi bankalögum og sje einráð um að taka ákvarðanir um viðskiftamál bankans. Það hefir löngum verið vítt af hæstv. ráðh., að þingið hefði íhlutun um starfsemi bankans. En hjer er verið að biðja þingið um óþarfa íhlutun um mál, sem bankinn einn ætti að ráða.