26.04.1927
Neðri deild: 59. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1952 í B-deild Alþingistíðinda. (1490)

22. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Jörundur Brynjólfsson):

Jeg get látið mjer nægja að skírskota til nál. á þskj. 400, því að þetta er einfalt mál, sem ekki krefur umræðna.

Hin eina breyting, sem nefndin leggur til, er að sjá Úlfljótsvatnssókn fyrir prestsþjónustu, ef Þingvallaprestakall verður lagt niður, því að það virðist hafa gleymst hjá háttv. efri deild, en það þarf að lagfæra.

Hinir tveir nefndarmenn, sem skrifað hafa undir með fyrirvara, líta svo á, að ekki sje vert að flýta því, að leggja Þingvallaprestakall niður. Og í því er fyrirvari þeirra fólginn.