26.04.1927
Neðri deild: 59. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 1953 í B-deild Alþingistíðinda. (1491)

22. mál, skipun prestakalla

Jón Kjartansson:

Fyrirvari minn undir nál. er viðvíkjandi 2. gr. frv. Jeg tel lítt gerlegt að sameiná Þingvalla- og Mosfellsprestaköll, þar sem erfiður fjallvegur liggur á milli þeirra.

Auk þess er jeg mótfallinn því, að leggja Þingvallaprestakall niður, því að á Þingvöllum hefir verið prestur svo að segja frá því, áð kirkja var reist fyrst hjer á landi. Er því óviðkunnanlegt að taka hann burtu nú, þegar líka þess er gætt, að það er beinlínis þörf að hafa mentaðan mann á þessum fræga sögustað, til þess meðal annars að leiðbeina útlendum ferðamönnum, sem þangað koma til þess að skoða staðinn, sem árlega er fjöldi af.