29.04.1927
Neðri deild: 62. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2003 í B-deild Alþingistíðinda. (1530)

112. mál, Mosfellsheiðarland

Ólafur Thors:

Jeg þakka hæstv. atvrh. (MG) góðar undirtektir.

Mjer finst hv. þdm. geta látið sjer nægja, að ekki verði selt undan Mosfelli annað en það, sem að athuguðu máli getur talist hættulaust.

Í tilefni af ummælum hv. 1. þm. Árn. (MT) vil jeg aðeins segja þetta: Það getur vel verið, að hann hafi farið um grösug lönd. En verulegur hluti þeirrar leiðar, sem hann var að lýsa, liggur fyrir utan það land, sem hjer um ræðir. Jeg get vel skilið, að háttv. þm. hugsi sig um tvisvar, áður en þeir selja slíkt Gósenland, sem hv. 1. þm. Árn. lýsti. En sú lýsing er bara þessu máli með öllu óviðkomandi, því hjer er ekki rætt um sölu þess lands, sem hann var að lýsa.