03.03.1927
Efri deild: 18. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 115 í B-deild Alþingistíðinda. (155)

4. mál, iðnaðarnám

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Það eru aðeins örfá orð. Jeg get lýst því yfir, að jeg sje ekki neitt athugavert við þessar brtt. nefndarinnar. Þær fara flestar í þá átt að skýra ákvæði frv., og jeg get fallist á, að þær sjeu til bóta. Um 1. brtt. get jeg tekið það fram, að það var meining stjórnarinnar, að aðeins skyldi heimilt að slíta námssamningi strax að reynslutíma liðnum.

Um síðustu brtt. vil jeg segja, að það var tilætlunin, að um eldri samninga færi eftir gömlu lögunum. En það er rjett hjá hv. frsm. (JJós), að þetta kemur skýrar fram samkv. brtt. nefndarinnar.

Jeg er hv. allshn. þakklátur fyrir meðferð hennar á þessu frv. og yfirleitt þeim frv. frá minni hendi, sem hún hefir fjallað um á þessu þingi.