17.05.1927
Efri deild: 76. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2031 í B-deild Alþingistíðinda. (1560)

112. mál, Mosfellsheiðarland

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Nefndin hefir kynt sjer mál þetta að því leyti sem það var unt og fallist á ástæður þær, sem fram eru bornar í greinargerð fyrir frv., og álítur því rjett að heimila þessa sölu. En aðgætandi er, að þetta er aðeins heimild til þess að selja hreppnum þetta heiðarland, og eftir atvikum sýnist það vera sanngjarnt, að hreppurinn eigi kost á að kaupa það. (JBald: Eftir hvaða atvikum?). Eftir atvikum þeim, sem nefndinni hafa verið greind. Annars ætla jeg ekki að fjölyrða frekar um þetta, en jeg get búist við, að talað verði á móti málinu, og eru þá fyrir hendi nánari upplýsingar í því.

Einn nefndarmanna hefir skrifað undir nál. með fyrirvara, og mun hann gera grein fyrir áliti sínu.