03.03.1927
Efri deild: 18. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (159)

4. mál, iðnaðarnám

Atv.- og dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Jeg skal alls ekki spilla því, að nefndin taki þessi atriði til yfirvegunar, og síst af öllu vil jeg verða til þess að hrella háttv. 5. landsk. (JBald), fyrst hann er í svona guðrækilegum hugleiðingum og fyrirbænum út af afmæli hæstv. forsrh, (JÞ). Jeg verð að játa, að jeg átti ekki von á, að svo væri, og síst að jeg nyti góðs af líka. En þessi hv. þm. segir ekki altaf hug sinn allan, og svo mun vera enn. Jeg skil hann svo, að hann sje ánægðari með þetta frv. en sitt eigið.