11.03.1927
Neðri deild: 27. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2126 í B-deild Alþingistíðinda. (1650)

24. mál, afnám kennarastóls í klassískum fræðum

Frsm. (Jón Guðnason):

Jeg vil fyrir hönd nefndarinnar taka það fram, að hún getur ekki fallist á brtt. hv. þm. Borgf. (PO). Hún lítur svo á, að slík sameining sem þetta sje ekki framkvæmanleg; að öðru leyti hefir hún ekki talað sig nánar saman um ástæðumar fyrir því, að hún leggur á móti brtt. En jeg skal aðeins geta þess, frá mínu sjónarmiði, að jeg tel þessa sameiningu ekki geta komið til mála. Jeg tel fræðslumálastjóraembættið svo umfangsmikið embætti, að ekki sje hægt að gegna því ásamt öðru fullkomnu embætti. Enda hefir sá, sem gegnir því nú, orðið að taka mann til að annast fyrir sig kenslu við kennaraskólann, að minsta kosti að miklu leyti.