30.03.1927
Neðri deild: 42. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2144 í B-deild Alþingistíðinda. (1667)

37. mál, fjáraukalög 1926

Frsm. (Tryggvi Þórhallsson):

Hæstv. fjrh. (JÞ) bar fram þá formlegu aths. út af till. fjvn., að það œtti ekki við að koma þessari útborgun á landsreikninginn 1926, þar sem ætti að fara að loka reikningnum. Í fyrra bar fjvn. fram 3 brtt. við fjáraukalögin 1925, sem höfðu áhrif á útkomuna á LR. þess árs. 2 brtt. voru leiðrjettingar við frv., en ein till. var að eðli til skyld þessari. Var sú till. um nýja fjárveitingu og var borin fram samkv. ósk hæstv. forsrh. Þá var engin fyrirstaða að bera þá brtt. fram. Er við í nefndinni hnigum að því að fara þessa leið, þá var það vegna þessa fordæmis. Annars er nefndinni ekki fast í hendi að hafa þetta form, einkum nú, þegar hæstv. ráðherra gat þess, að þessari útborgun mætti koma í kring á þessu ári. En þar sem hæstv. ráðh. gat þess fyrst nú í dag, þá hefi jeg ekkert umboð frá nefndinni til þess að taka brtt. aftur, en legg það á vald hv. form. fjvn. (ÞorlJ), sem er þessu máli manna kunnugastur. Jeg tók það fram í fyrstu ræðu minni, að það væri ekki nein lagaskylda að borga þessa upphæð, en af upplýsingum háttv. þm. A.-Sk. (ÞorlJ) er augljóst, að þetta er mikið sanngirnismál.