05.03.1927
Efri deild: 20. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 132 í B-deild Alþingistíðinda. (168)

4. mál, iðnaðarnám

Jón Baldvinseon:

Jeg held, að hv. frsm. (JJós) hafi algerlega misskilið þetta frv., fyrst hann heldur því fram, að það sje samið til þess að tryggja bæði lærimeistara og nemendur. Frv. fer nær eingöngu í þá átt að tryggja rjett nemenda, eins og greinarnar, sem hv. frsm. vitnaði í, sýna ljóslega. Þessi lög eru til þess sett, að tryggja rjett þeirra, sem búist er við, að ekki geti sjálfir sjeð fyrir sínum hnit. Næsta mál á eftir tryggir hinsvegar hagsmuni lærimeistara, á að koma í veg fyrir, að ólærðir menn geti spilt fyrir iðn þeirra.