18.05.1927
Neðri deild: 81. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2273 í B-deild Alþingistíðinda. (1760)

18. mál, laun skipherra og skipverja á varðeimskipum ríkisins

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Það er misskilningur hjá háttv. þm. Barð., að ekki megi reikna með dýrtíðaruppbót 44%. Það á einmitt að gera það, enda er það mönnunum í vil, því að þá var búið að taka lækkun hjá embættismönnum ríkisins, sem nam 12%. Lækkun Eimskipafjelags Íslands var 10%, og þarf því að lækka dálítið ennþá.

Þá er það ofmælt hjá háttv. þm. Barð., að það sje lögleysa, að stýrimaður fari með skip þessi um stundarsakir. Annað mál er það, að það er ekki löglegt, að hann sje skipherra að staðaldri. Honum er aðeins ætlað að gegna þeim störfum í forföllum skipherra, en þá er starf hans líka ábyrgðarmikið. Jeg kunni þess vegna illá við, að Ed. skyldi hækka um 200 kr. laun 2. og 3. stýrimanns, en ekki 1. stýrimanns, og gera þar með laun hans hlutfallslega lægri en stjórnin áleit, að þau þyrftu að vera.