04.04.1927
Efri deild: 44. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2321 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

19. mál, varðskip ríkisins

Halldór Steinsson:

Hv. 1. landsk. (JJ) stefndi til mín nokkrum aths., sem gefa mjer tilefni til að segja örfá orð. — Honum virtist það illa geta farið saman, að jeg hefði fundið að landhelgisgæslunni, en þó greitt atkv. með frv. — Jeg tók það fram þegar í fyrstu ræðu minni, að jeg teldi frv. þýðingarlítið, en þó heldur til bóta og mundi því greiða atkv. með því. Þess vegna er í meira lagi hæpið af hv. 1. landsk. að álykta, að hæstv. landsstjórn hafi haft nokkur áhrif á atkv. mitt í málinu. — Jeg hefi sagt, að jeg teldi landhelgisgæsluna ekki næga, þar sem jeg þekki til, en jeg fæ ekki sjeð, hvernig þetta frv. á að geta orðið til að spilla henni. Jeg verð því að vísa á bug öllum aðdróttunum um, að ekki sje hugsanarjett afstaða mín, — að viðurkenna vantandi landhelgisgæslu, en greiða þó atkv. með frv.