26.03.1927
Neðri deild: 39. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2656 í B-deild Alþingistíðinda. (1905)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Jakob Möller:

Jeg ætla aðeins að gera grein fyrir skriflegu till., sem er varatillaga við 3. lið á þskj. 221. Ef sá liður yrði feldur, þá kæmi til greina seinni hluti þessarar till., og jeg get ímyndað mjer, að þeir, sem eru með aðaltill., geti gengið að þessari till., því að hún á að vera stjórninni til styrktar í viðskiftum við sjerleyfishafa, svo að hún hafi í fullu trje við hann um að gæta rjettar landsins.

Mig langar til að vekja athygli hv. nefndar á því, út af brtt. um það, að fyrirtækið skuli gefa 5% afslátt hjer innanlands á tilbúnum áburði, að ef hún álítur, að fyrirtækið geti ekki staðið sig við að gefa meiri afslátt en þetta, þá er það alls ekki samkepnisfært við Norðmenn. Það þarf að selja áburðinn til útlanda með miklu meiri afföllum en þetta.