26.03.1927
Neðri deild: 39. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2671 í B-deild Alþingistíðinda. (1914)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Frsm. (Klemens Jónsson):

Jeg ætla aðeins að segja örfá orð út af síðustu ummælum hv. þm. Str. Þetta mál hefir áður komið til tals hjer á þingi, nú fyrir fáum árum í hv. Ed., og jeg hefi skýrt frá því þá. Stjórn Landsbankans vildi ekki útvega það fje, sem þurfti. Menn stóðu uppi ráðalausir og gátu ekkert. Þess vegna var alveg nauðsynlegt að reyna að efla peningaveltuna í landinu, og það var gert með stofnun nýs banka, sem síðar varð lyftistöngin undir öllum sjávarútvegi okkar, eins og nú mun alment viðurkent.