20.04.1927
Efri deild: 54. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 2845 í B-deild Alþingistíðinda. (1967)

23. mál, járnbrautarlagning og virkjun Urriðafoss

Frsm. (Magnús Kristjánsson):

Það vill nú svo til, að þó jeg sje frsm. þessa máls, þá finn jeg ekkert tilefni til að taka nú til máls, því að ekkert það hefir komið fram, sem andmæla þarf, og jeg finn enga ástæðu til að endurtaka það, sem jeg hefi áður sagt. Jeg vona aðeins, að menn hafi þann skilning á málinu og þá trú á framtíðarmöguleikum þessa lands, að þeir viðurkenni, að óverjandi sje að fella það nú. Annars má segja það alt í einni setningu, sem segja þarf um málið nú, að hjer sje alt að vinna, en engu að tapa.