09.02.1927
Sameinað þing: 1. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 7 í B-deild Alþingistíðinda. (2)

Konungsboðskapur

Konungsboðskapur.

Þá er þingmenn höfðu skipað sjer til sætis, stóð upp forsætisráðherra, Jón Þorláksson, og las upp opið brjef, er stefnir Alþingi saman til reglulegs fundar miðvikudaginn 9. febr. 1927, dags. 20. des. 1926. (Sjá Stjtíð. 1926, A. bls. 206).

Því næst las forsætisráðherra upp konungsumboð sjer til handa til þess að setja Alþingi, gefið út sama dag. (Sjá Stjtíð. 1926, A. bls. 207).

Ennfremur flutti forsætisráðherra kveðju frá konungi og drotningu, með þakklæti fyrir móttökurnar síðastl. sumar og fyrir auðsýnda hluttekningu út af láti ekkjudrotningarinnar, móður konungs.

Síðan lýsti forsætisráðherra yfir því í nafni konungs, að Alþingi væri sett.