27.04.1927
Efri deild: 59. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3102 í B-deild Alþingistíðinda. (2022)

20. mál, Landsbanki Íslands

Frsm. meiri hl. (Björn Kristjánsson):

Meiri hlutinn hefir leyft sjer að bera fram nokkrar brtt. á þskj. 438. Eru það aðallega smávegis leiðrjettingar, er jeg nú skal lýsa.

Er þá fyrst brtt. við 12. gr., að þar komi „hans“ í staðinn fyrir „þeirra“ í neðstu línu. Þetta gleymdist að laga um leið og brtt. meiri hl. voru samþyktar við 2. umr.

Þá er brtt. við 14. gr. 5. málsgr., að í staðinn fyrir orðin „sem seðlabankinn kaupir“ komi „sem seðlabankinn kaupir og“. Þetta er aðeins leiðrjetting á máli, eins og allir geta sjeð.

Þá kemur brtt. við 22. gr„ að í staðinn fyrir, að bankinn „skuli“ skrá verðbrjef sín með kaupverði, komi, að hann megi telja þau á reikningnum með kaupverði. Eins og hv. þdm. muna, varð nokkur ágreiningur um það, hvort bankinn ætti að telja verðgildi þessara brjefa í árslok eins og hann hafði gefið fyrir þau á árinu. En með þessari brtt. er bankastjórninni í sjálfsvald sett, hvort hún telur þau heldur með kaupverði eða gangverði.

Næst er brtt. við 38. gr. p., að sá liður falli niður. Þessi brtt. stafar af því, að á tveimur stöðum í frv. er gert ráð fyrir, hvernig val endurskoðenda fari fram, fyrst í 21. gr. Þar er það skýrt tekið fram, að ráðherra skipar tvo endurskoðendur með samþykki bankaráðsins og ákveður starf þeirra, en í 41. gr. gamla frv. var líka gert ráð fyrir því, að Landsbankanefndin veldi endurskoðendur. Meiri hl. hefir viljað leiðrjetta þetta, með því að fella þetta ákvæði niður á seinni staðnum. Þess var ekki gætt áður, þegar athugað var, hvað landsbankanefndin ætti að framkvæma, að þetta ákvæði var komið inn í frv. áður.

Brtt. við 39. gr. er ekki annað en sjálfsögð leiðrjetting á greinartölu.

Þá kemur brtt. við 55. gr„ sem var 60. gr. Við 2. umr. var frestað að greiða atkv. um 28. brtt. á þskj. 362, en ef hún fellur, þá verður að gera leiðrjettingu á 55. gr., því að í henni eru ákvæði um Landsbankanefndina, sem feld er úr frv. á öllum öðrum stöðum. Þess vegna er þessi varatill. fram komin.

Þá er smávegis breyting á 58. gr. 2. málsgr., að í staðinn fyrir „þá“ komi „þó“.

Þá er og leiðrjetting við 59. gr„ að í staðinn fyrir „9. gr. b“ komi „9 gr. c“.

Það er óhjákvæmilegt, úr því að veltufje bankans er ákveðið 5 milj. kr., að stjórninni sje heimilað að taka lán erlendis til þess að standast greiðslur. Þess vegna kemur meiri hl. fram með þá brtt., að aftan við 61. gr. komi ný gr., er verður 62. gr„ svo hljóðandi:

„Heimilt er ráðherra að taka nauðsynleg lán til greiðslu á stofnfje bankans samkvæmt 5. gr. þessara laga“.

Brtt. við 63. gr. er aðeins til þess að leiðrjetta prentvillu um greinatölu.

Þá er seinasta brtt„ að aftan við 64. gr. komi ný gr., um að lögin öðlist þegar gildi. Þetta er sett vegna þess, að það er ekki hægt fyrir stjórnina að skipa matsnefnd fyr en lögin eru komin í gildi, en ef það dregst lengi, er hætt við, að matsnefnd verði svo seint skipuð, að úttekt geti ekki farið fram 1. febrúar 1928.

Svo er eitt atriði enn. Meiri hl. bjóst við því, að minni hlutarnir mundu koma fram með brtt við 63. gr„ enda var samkomulag um það í nefndinni, að tími sá, er Íslandsbanki hefir leyfi til að diskontera víxla í Landsbankanum, verði styttur úr 20 árum í 10 ár. En það er svo skamt síðan við vissum það, að minni hlutarnir ætluðu ekki að koma fram með brtt. í þessa átt, að ekki vanst tími til þess að fá brtt. prentaða, og þess vegna leyfir meiri hl. sjer að koma hjer fram með skriflega brtt. við 63. gr., er svo hljóðar:

Fyrir töluna „1/4“ komi: 1/2.

Þessa brtt. leyfi jeg mjer að afhenda hæstv. forseta í þeirri von, að hann sjái sjer fært að bera hana undir atkvæði. Um brtt. hæstv. forsrh. ætla jeg ekki að tala fyr en hann hefir sjálfur skýrt þær.