28.04.1927
Neðri deild: 61. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3456 í B-deild Alþingistíðinda. (2153)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Hv. þm. Str. svaraði engu því, sem var aðalatriðið í spurningum mínum. Tek jeg því þögn hans sem samþykki þess, að hann muni fylgja stjfrv. áfram, ef ákvæðið um þinghald annaðhvert ár fær að standa.

Jeg geri enga till. um það að taka málið út af dagskrá nú, til þess að einstökum þm. gefist kostur á að koma með brtt. sínar. Enda finst mjer undarlegt að kalla saman nefndarfund, þegar vitað er fyrirfram, að nefndarmenn eru margklofnir um brtt. sínar. Jeg geri heldur ekki ráð fyrir, að þessar brtt. muni falla inn í frv., og sje ,því ekki ástæðu til að greiða neitt fyrir þeim.