02.04.1927
Efri deild: 43. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 180 í B-deild Alþingistíðinda. (218)

9. mál, réttur erlendra manna til að stunda atvinnu á Íslandi

Jón Baldvinsson:

Jeg hefi skrifað undir þetta framhaldsnefndarálit með fyrirvara, og er sá fyrirvari vegna þess, að jeg álít, að sú breyting, sem hv. Nd. gerði á frv., sje ekki til bóta, jeg álít, að hún sje miklu fremur til skemdar á lögunum, og gæti jafnvel hugsað, að hún að einhverju leyti drægi úr því gagni, sem að lögunum myndi verða.

Að öðru leyti sá jeg ekki ástæðu til að gera þann ágreining að leggja á móti frv., en jeg hefi þessa sjerstöðu um frv., og þótt því að öðru leyti hafi ekki verið breytt í það horf, sem jeg teldi æskilegt, sem sje það, hvenær það á að koma í gildi, þá mun jeg, þó að jeg sje ósamþykkur sumu af því, sem í frv. stendur, ekki greiða atkvæði á móti því. Aðeins vil jeg lýsa óánægju minni yfir breytingu hv. Nd.