04.05.1927
Neðri deild: 66. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3556 í B-deild Alþingistíðinda. (2184)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Magnús Torfason:

Jeg hefi ekki rjett til þess að fara að rökræða stjórnarskrármálið hjer eftir við hæstv. forsrh., en hvað hnúturnar snertir, þá lít jeg svo á, að hæstv. ráðh. „sitji með það síðasta“, svo að jeg get látið mjer það vel lynda. En út af því, að jeg hefi orðið var við það, að hæstv. forsrh. og aðrir hjer í þessari hv. deild hafa hneykslast á því, að jeg talaði hjer um ærulausu kýrnar hans Sigurðar á Selalæk, vil jeg skýra frá því, að þær voru kallaðar ærulausar af því að þær mjólkuðu svo illa; þær mjólkuðu ekki nema 1600 potta á ári og borguðu því ekki fóðrið sitt. Sá, sem sagði þetta, var Indriði Einarsson skrifstofustjóri. hið stakasta prúðmenni. Með þeim skilningi var það, að jeg taldi stjórnarskrárfrv., sem hæstv. forsrh. bar upphaflega fram í hv. Ed., ærulaust. Það er engin nyt í því.