17.05.1927
Neðri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3604 í B-deild Alþingistíðinda. (2212)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg vil taka það fram, að jeg óska eftir, að þetta mál komist að nú þegar og út um það verði gert, áður en þeir hv. þm. fara heim til sín, sem nú eru á förum. Þetta mál er þess eðlis, að vel fer á því, að allir þm. eigi kost á að taka þátt í afgreiðslu þess.

Jeg leyfi mjer því að fara fram á, að hv. deild leyfi, að þetta mál verði nú þegar tekið fyrir, en ekki útkljáð fyr en eftir að gefið hefir verið fundarhlje, til þess að hv. nefnd geti áttað sig á málinu; það er ekki langrar stundar verk.