17.05.1927
Neðri deild: 77. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 3609 í B-deild Alþingistíðinda. (2219)

2. mál, stjórnarskipunarlög

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Jeg er þess mjög fús að heyra óskir þingflokkanna um það, hvenær kosningar fari fram, ef þeir hafa einhverjar óskir fram að færa í því efni. Úr því að mjer gafst tilefni til, þá skal jeg geta þess, að það mun ekki verða tekin ákvörðun um það fyr en þingflokkarnir hafa látið stjórnina vita óskir sínar um það.