10.03.1927
Neðri deild: 26. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 38 í C-deild Alþingistíðinda. (2254)

10. mál, heimavistir við Hinn almenna menntaskóla

Frsm. meiri hl. (Magnús Jónsson):

Jeg get vel tekið undir það með háttv. frsm. minni hl. (BSt), að ekki sje ástæða til að vekja nú upp þær umræður um þetta mál, sem um það urðu við 2. umr. þess. En jeg fæ ekki betur sjeð en að með því að fella dagskrártillöguna, hafi líka verið gengið til atkvæða uni brtt. á þskj. 152, því ágreiningurinn var um það, hvort ráðast ætti í þessa byggingu strax og fje væri fyrir hendi til þess, eða bíða, þar til sjerstaklega væri veitt til þess í fjárlögum. Og með því að fella dagskrártillöguna, var því slegið föstu af meiri hluta deildarinnar, að halda sig að ákvæðum frv.

Jeg held því, að það sje misskilningur hjá háttv. frsm. minni hl. (BSt), að meiri hl. mundi sætta sig betur við brtt. hans en dagskrártillöguna. Vænti jeg svo, að þeir, sem feldu dagskrártillöguna, haldi sig fast að frv. og felli þessa brtt. líka.