10.03.1927
Efri deild: 24. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 98 í C-deild Alþingistíðinda. (2286)

75. mál, ölvun embættismanna, skipstjóra o.fl

Forsrh. og fjrh. (Jón Þorláksson):

Það, sem hv. 1. landsk. (JJ) sagði um bifreiðastjórana, hnekkir ekki á nokkurn hátt því, sem jeg sagði um þetta frv., því að þau lagaákvæði gera engan greinarmun á því, hvort bifreiðarstjórinn er í þjónustu ríkisins eða einhvers annars, en í þessu frv. er hjer um bil öll aðgreiningin gerð á því, í hvers þjónustu maðurinn er, og það er rangt. Hvað snertir að forðast misbrúkun áfengis, þá er alveg rjett að vera strangur í kröfum um það, en þeim siðferðiskröfum á að beina jafnt til allra borgara þjóðfjelagsins.