22.03.1927
Efri deild: 34. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í C-deild Alþingistíðinda. (2319)

63. mál, forkaupsréttur kaupstaða og kauptúna á jörð í nágrannahreppi

Frsm. meiri hl. (Jónas Kristjánsson):

Það er búið að ræða þetta frv. svo mikið, að ekki er við bætandi, en jeg vildi samt sem áður geta þess, að mjer finst, að hv. frsm. minni hl. (IP) hafi ekki bent á verulega gagnsemi þessa frv. Hv. þm. (IP) sagði, að forkaupsrjettur væri ekki annað en skylda til þess að láta vita um, að jörðin væri til sölu, en jeg býst þá við, að slíkt geti ekki farið fram hjá kaupstöðunum. En hinsvegar er það áreiðanlegt, að slíkur forkaupsrjettur mundi baka misrjetti og gæti frekar leitt af sjer ilt en gott, t. d. það, að börn gætu ekki fengið að njóta rjettar og verka foreldra sinna. Jeg veit líka mcrg dæmi til þess, að forkaupsrjettur hefir orðið til baga fyrir fátækar fjölskyldur, sem hafa viljað setjast að í ákveðnum heppi, og sem undir sæmilegum kringumstæðum hefðu átt að geta sjeð sjer þar farborða, en þá hefir hreppstjórnin verið svo hrædd við þá ómegð, sem hreppnum gæti stafað af því, að hann hefir verið látinn kaupa jörðina, til þess áð bægja þessum fátæku fjölskyldum frá. En í þessu tilfelli gerir forkaupsrjetturinn lítið gagn; hann getur kannske hækkað verð þeirrar jarðar, sem um er að ræða, en naumast annað. En þetta frv. er líklega aðallega komið fram vegna þess, að margir kaupstaðir hafa sofið rótt á kodda andvaraleysisins, og ekki hirt um í tíma að útvega sjer þær jarðir, sem þeir þurftu á að halda til nauðsynlegrar ræktunar, og þess vegna er gripið í þetta hálmstrá eins og nokkurskonar bjargráð til þess að bæta úr þessu forsjáleysi. En umræðurnar hafa sannfært mig ennþá betur um það, að rjettast sje að fella frv. Þó skal jeg játa það, að brtt. hv. 2. þm. S.-M. (IP) er heldur til bóta.