11.03.1927
Neðri deild: 27. fundur, 39. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í C-deild Alþingistíðinda. (2325)

62. mál, skipting Gullbringu- og Kjósarsýslu í tvö kjördæmi

Flm. (Hjeðinn Valdimarsson):

Á undanförnum þingum hafa komið fram frv. um að Hafnarfjörður fengi sjerstakan þingmann. Frv. það, er hjer liggur fyrir, er að efni og orðalagi eins og frv. það. er flutt var í fyrra. Ástæðurnar til þess, að Hafnarfjörður fái sjerstakan þingmann, hafa ekkert breyst siðan í fyrra. Mannfjöldinn þar er nú orðinn svo mikill, að Hafnarfjörður er annar stærsti kaupstaður landsins. Og sje tekið meðaltal af fólksfjölda í kjördæmunum yfirleitt, verður Hafnarfjörður töluvert ofan við meðaltalið.

Allar sanngjarnar ástæður mæla með því, að Hafnarfjörður fái þingmann, eins og aðrir stærri kaupstaðir, enda í afa sjerstakan þingmann minni kaupstaðir en Hafnarfjörður, svo sem Vestmannaeyjar, Ísafjörður og Seyðisfjörður, og því skyldi þá ekki Hafnarfjörður hafa þingmann líka ? Í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru nú um 7000 manns, í sýslunni eru um 4000 og 3000 manns í Hafnarfirði. Það kynni nú að vera hægt að segja, að ekki væri jafnt skift, að hafa sinn þingmanninn fyrir hvorn hluta, einn fyrir 4000 manns og annan fyrir 3000. En þá er fyrst á það að líta, að hingað til hefir, við kjördæmaskiftingu, verið farið meira eftir staðháttum, hvort atvinnuhættir hafi verið líkir, heldur en eftir því, að mannfjöldinn yrði hnífjafn í kjördæmunum, sem fram kæmu við skiftinguna. Þar sem nú lítur út fyrir, að tveir stærstu flokkar þingsins ætli að verða samtaka um að gera engar breytingar á stjórnarskránni, þær er bæti úr hinni ranglátu kjördæmaskiftingu, þá virðist ekki nema rjett að samþykkja þetta frumvarp, sem er á hinum gömlu leiðum, og bætir þó úr einum versta agnúanum á kjördæmaskipuninni. Í öðru lagi cr munurinn á mannfjöldanum í Hafnarfirði og Gullbr.- og Kjósarsýslu ekki meiri en verið hefir í öðrum kjördæmum, sem skift hefir verið, og mundi Hafnarfjörður fá sinn þingmann, ef hlutfallskosning væri viðhöfð milli þessara hluta kjördæmisins. Ef tekin er kjósendatalan í kosningunum 1925, verða hlutföllin svipuð. Sje loks tekið tillit til stjórnmálaflokkanna í kjördæminu, þá sýnir það sig einnig á atkvæðagreiðslunni í síðustu kosningum 1925, að ef hlutfallskosningar hefðu verið viðhafðar um báða þingmennina, þá hefðu íhaldsmenn fengið 1 þingmann og Jafnaðarmenn 1, því að íhaldsflokkurinn, eða frambjóðandi hans, hv. 2. þm. G.-K. (ÓTh), fjekk 1318 atkv., en Alþýðuflokkurinn 958 atkv., samkvæmt skýrslum hagstofunnar. Hafnfirðingar hafa mjög eindregið æskt þess, að Hafnarfjörður verði gerður að sjerstöku kjördæmi. Á flestölhim þingmálafundum, sem haldnir hafa verið þar undanfarið, hafa ályktanir verið samþyktar í einu hljóði í þá átt, og bæjarstjórn kaupstaðarins hefir í einu hljóði gert áskorun til þingsins sama efnis.

Í fyrra var það haft á móti þessu frv., að aðrir hlutar kjördæmisins væru annars sinnis en Hafnfirðingar um þetta mál. Það er nú svo, að venjulega, þegar einn hluti kjördæmis vill skilja við annan, þá er það vegna þess, að sá hlutinn, sem vill skilja, telur sig bolmagni beittan af hinum, og mótmælir þá venjulega sá hlutinn, sem fyr hefir verið sterkari. En hinsvegar er venjan, að tekið sje meira tillit til óska og krafna þeirra, sem vilja fá sig lausa, en hinna, sem mótmæla því. Staðhættir eru einnig á þá leið, að Hafnarfjörður verði sjerstakt kjördæmi. Hafnarfjörður er stór bær, eftir íslenskum mælikvarða, en í Gullbr.- og Kjósarsýslu eru aðeins smá sjávarþorp og sveitir. Í Hafnarfirði er meiri hluti íbúanná verkamenn, en í Gullbr.- og Kjósarsýslu smá-atvinnurekendur. Hagsmunir rekast því á. Samkvæmt framansögðu mælir alt með því að Hafnarfjörður verði sjerstakt kjöræmi: staðbættir, óskir íbúanna, kjósendatala og almenn rjettlætistilfinning.

Jeg vona nú, að frv. þessu verði vel tekið, verði vísað til 2. umr. og allshn.

Að lokum vil jeg svo geta þess, að Hafnfirðingar hafa skorað á þingmenn G.-K. að flytja þetta mál, en þeir hafa skorast undan því, og hefi jeg því flutt frv. eftir tilmælum Hafnfirðinga.